Valur - Þór 29:24 Aigars Lazdins og Geir Sveinsson

Þorkell Þorkelsson

Valur - Þór 29:24 Aigars Lazdins og Geir Sveinsson

Kaupa Í körfu

"Turnarnir fjórir" voru Páli Viðari erfiðir HINIR ungu leikmenn Vals fögnuðu sigri á Þórsurum í fyrstu rimmu þeirra í 8-liða úrslitum, á Hlíðarenda, 29:24. Það var sterkur varnarleikur Valsmanna, sem byggðist upp á að stöðva Pál Viðar Gíslason, og góð markvarsla Roland Eredze, sem skóp sigur Valsmanna - varði alls sautján skot í leiknum og lokaði markinu á mjög þýðingarmiklum tíma í fyrri hálfleik, þegar hann varði til dæmis tvö vítaköst í röð. Þórsarar náðu ekki að skora í átta mínútur. MYNDATEXTI: Aigars Lazdins sækir hér að marki Valsmanna á Hlíðarenda, þar sem Geir Sveinsson, þjálfari Vals, er til varnar. LEIÐRÉTTING 20020419 - búin að breyta texta: Þau mistök urðu í gær, að sagt var að Valur hafi unnið Þór 29:23. Þórsarar skoruðu 24 mörk, eins og kemur fram á lista yfir markaskorara og hvernig Þór skoraði mörk sín.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar