100 ára afmæli Halldórs Laxness Leikskólinn Hulduberg

Þorkell Þorkelsson

100 ára afmæli Halldórs Laxness Leikskólinn Hulduberg

Kaupa Í körfu

Skáldið og sveitin Mosfellsbær MIKIL hátíðarhöld standa yfir í Mosfellsbæ þessa dagana í tilefni af því að Halldór Laxness, sem ólst upp á bænum Laxnesi í Mosfellsdal og bjó síðar að Gljúfrasteini, hefði orðið 100 ára í gær. Var af því tilefni opnuð sýning í Bókasafni Mosfellsbæjar þar sem persónulegir munir fjölskyldunnar á Gljúfrasteini og ljósmyndir úr fórum safnsins eru til sýnis. Sýningin verður áfram opin á morgun og föstudag og lýkur á laugardag. MYNDATEXTI: Börnin á leikskólanum Huldubergi héldu afmæli Halldórs Laxness hátíðlegt og voru með risaköku með ótal kertum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar