Rithöfundasambandið - Steinhella afhjúpuð - Ingibjörg Sólrún

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rithöfundasambandið - Steinhella afhjúpuð - Ingibjörg Sólrún

Kaupa Í körfu

Aldarafmæli Laxness haldið hátíðlegt Efnt var til hátíðarhalda víða um land í gær í tilefni af því að öld var liðin frá fæðingu Halldórs Laxness, hinn 23. apríl árið 1902. Afmælisdagur nóbelsskáldsins er jafnframt sá sami og valist hefur sem Alþjóðadagur bókarinnar. Ljósmyndarar Morgunblaðsins voru á ferðinni í gær og mynduðu hina ýmsu viðburði sem haldnir voru í tilefni dagsins. MYNDATEXTI: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhjúpaði í gær steinhellu í gangstétt sem merkir steinbæinn, fæðingarstað Halldórs Laxness á Laugavegi 32. Á helluna er jafnframt letruð tilvitnun í frásögn Laxness af fæðingarstað sínum í bókinni Í túninu heima. Rithöfundasamband Íslands og Borgarbókasafn Reykjavíkur stóðu að viðburðinum, sem marka mun upphafið að því að merkja sögustaði bókmenntanna í borginni. Halldór Laxness fæðingarstaður merktur með hellu. Borgarstjóri afhjúpar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar