Þórður Friðjónsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þórður Friðjónsson

Kaupa Í körfu

Þórður Friðjónsson fæddist í Reykjavík árið 1952. Ungur að árum fluttist hann til Búðardals. Þaðan lá leiðin í Stykkishólm en þegar kom að menntaskólagöngu flutti hann ásamt fjölskyldu sinni aftur til Reykjavíkur. Stúdentsprófi lauk Þórður árið 1972 frá Menntaskólanum í Reykjavík og cand. oecon.-námi frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ árið 1977. Þá fluttist Þórður með fjölskyldu sína til Kingston í Kanada og lauk hann mastersgráðu í hagfræði frá Queen´s háskólanum þar í bæ árið 1978. Þegar heim kom réðst Þórður til starfa sem aðalhagfræðingur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, sem var undanfari Samtaka iðnaðarins. Samhliða starfi sínu hóf Þórður að kenna hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild HÍ árið 1979. Árið 1980 varð hann efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen og endurrráðinn 1983 efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Hann tók við starfi forstjóra Þjóðhagsstofnunar í byrjun árs 1987 og sama ár hætti hann kennslu við HÍ. Þórður starfaði hjá Þjóðhagsstofnun þar til í marslok í ár en var í tæplega tveggja ára leyfi frá störfum árin 1998-9 og starfaði þá sem ráðuneytisstjóri viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins. Eiginkona Þórðar er Þrúður Guðrún Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga. Börn þeirra eru fjögur, Sigríður, 31 árs kerfisfræðingur, Steinunn, 30 ára rekstrarhagfræðingur, Friðjón, 24 ára nemi, og Haraldur, 23 ára nemi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar