Vormenn Íslands

Þorkell Þorkelsson

Vormenn Íslands

Kaupa Í körfu

Vormenn Íslands: Jón Rúnar Arason, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. ÞEIR eru komnir í hús, tenórarnir tveir og barítoninn. Eftir þeim er tekið á göngum. Það er létt í þeim, þeir skjóta hver á annan og fara með gamanmál. "Alltaf þarf að bíða eftir þér," er sagt við þann sem tafðist. "Veistu hvers vegna þessi var fastráðinn við Íslensku óperuna? Ekki vegna þess að hann kann að syngja, heldur vegna þess að hann getur staðið uppréttur í búningsherberginu," fær sá sem smæstur er að heyra. Allt er í þessum dúr. Þeir eiga greinilega vel saman, þremenningarnir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Mennirnir sem heilsa munu sumri á tónleikum Sinfóníunnar á morgun og laugardag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar