Gamall moggi frá 1959 - Ástrós og Arnar Logi

Sverrir Vilhelmsson

Gamall moggi frá 1959 - Ástrós og Arnar Logi

Kaupa Í körfu

Frændsystkinin finna Morgunblaðið frá 1959 Gulnuð blöð í dimmum göngum í dimmum göngum OKKUR finnst rosalega gaman að skríða eftir göngunum til að njósna og skoða alls konar skrítna hluti. Venjulega skríður Arnar Logi á undan með vasaljós til að lýsa upp göngin. Hann segir mér síðan hvort við erum að nálgast beygju, mottu og svoleiðis./Einu sinni þegar ég fann bút úr dagblaði varð hann ekkert smáafbrýðisamur og leitaði alveg á fullu þangað til hann fann heilt dagblað. Sjáðu, bara! Morgunblaðið sunnudaginn 30. ágúst árið 1959." Ástrós Helga Hilmarsdóttir, 11 ára, bendir sigri hrósandi á gulnað og morkið Morgunblað á eldhúsborðinu í risíbúðinni í Blönduhlíð 27. Arnar Logi Ólafsson, 9 ára, frændi hennar tekur íhugull upp blaðið og útskýrir að skömmu eftir að hann hafi flutt í íbúðina ásamt mömmu sinni hafi hún uppgötvað að hægt væri að skríða allan hringinn í íbúðinni eftir skáparöð undir súðinni. MYNDATEXTI: Frændsystkinin Ástrós og Arnar Logi í leyniherberginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar