Salurinn

Sverrir Vilhelmsson

Salurinn

Kaupa Í körfu

Þau voru að setja upp sýninguna í Gerðarsafni og stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann: Ragnhildur Stefánsdóttir, Eyvindur Erlendsson, faðir Ástu Guðrúnar, og Magnús Pálsson. Í GERÐARSAFNI, Listasafni Kópavogs, verða opnaðar þrjár sýningar í dag, laugardag, kl. 15 og eru þær allar tileinkaðar minningu Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur listmálara sem féll frá fyrir þrem árum, tæplega fertug að aldri. Í Austursal verður sýning á verkum Ástu Guðrúnar; "Málverk og minningabrot". Þar eru olíumálverk, flest frá síðustu æviárum hennar. Þar verða einnig til sýnis opnur úr dagbókum hennar sem teljast verða listaverk út af fyrir sig, ásamt nokkrum ljósmyndum, lauslega völdum svipmyndum úr æviferli hennar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar