Tónlistarhandrit

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tónlistarhandrit

Kaupa Í körfu

Frá afhendingunni: Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, Ögmundur Helgason og Sigrún Klara Hannesdóttir. LANDSBÓKASAFNI - Háskólabókasafni voru afhent tónlistarhandrit Siguringa E. Hjörleifssonar á dögunum. Um er að ræða öll tónverk hans, m.a. sinfóníu, fiðlusónötu, strokkvartett, kantötu fyrir blandaðan kór, fjölda sönglaga sem og handrit prentaðra tónverka. Síðasta verkið samdi hann nokkrum klukkustundum fyrir andlát sitt árið 1975. Siguringi fæddist 3. apríl 1902 og hefði því orðið hundrað ára á þessu ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar