Afhending mótmæla vegna kynferðisbrotamála

Sverrir Vilhelmsson

Afhending mótmæla vegna kynferðisbrotamála

Kaupa Í körfu

20 þúsund manns mótmæla vægum dómum í kynferðisbrotamálum Hvetja ráðherra til að beita sér fyrir harðari refsingum SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra veitti í gær viðtöku undirskriftalistum sem innhalda hátt í 20.000 nöfn fólks sem mótmælir vægum dómum í kynferðisbrotamálum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar, sem nefna sig framsæknar konur, afhentu ráðherra listana á Alþingi með ósk um að ráðherrann beitti sér fyrir harðari refsingum á þessu sviði. MYNDATEXTI: Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagðist deila áhyggjum með aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar. Þrjár "framsæknar konur" hittu dómsmálaráðherra á Alþingi í gær og Margrét Sigurjónsdóttir, sem stendur þeirra fremst, afhenti undirskriftalistana. Dómsmálaráðherra afhent mótmæli vegna vægra dóma kynferðisafbrotamanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar