Afhentu þingmönnum víxla

Sverrir Vilhelmsson

Afhentu þingmönnum víxla

Kaupa Í körfu

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík afhentu þingmönnum í gær víxla upp á 69.862 krónur þar sem kröfuhafi er Íslensk erfðagreining. Er upphæðin sú sama og hvert mannsbarn mun ábyrgjast vegna fyrirhugaðrar 20 milljarða króna ríkisábyrgðar til fyrirtækisins. Það voru formenn þingflokkanna sem veittu víxlunum viðtöku en á þeim er gert ráð fyrir undirskrift hvers þingmanns persónulega. Myndatexti: Á myndinni má sjá Guðjón A. Kristjánsson, formann þingflokks Frjálslynda flokksins, Sigríði Önnu Þórðardóttur, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Kristinn H. Gunnarsson, formann þingflokks Framsóknarflokksins, Bryndísi Hlöðversdóttur, formann þingflokks Samfylkingarinnar, og Ögmund Jónasson, formann þingflokks Vinstri grænna, taka við undirskriftunum úr höndum Ágústs Ágústssonar, formanns framkvæmdastjórnar Ungra jafnaðarmanna, Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, og Ómars Valdimarssonar, ritara Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar