Sinubruni í Eilífsdal

RAX/ Ragnar Axelsson

Sinubruni í Eilífsdal

Kaupa Í körfu

Bjarga tókst sumarbústöðum í sinubruna TVEIR hektarar af grónu landi í Eilífsdal norðan Esjunnar urðu eldi að bráð í gær en ekkert tjón varð á sumarbústöðum sem eru á svæðinu./Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn klukkan rúmlega 13 og voru þrír slökkviliðsbílar sendir á vettvang. Mannskapur var einnig ræstur út frá Kjósarsveit og Kjalarnesi. Sinubruninn var þá mikill og nálgaðist ískyggilega þrjá sumarbústaði sem voru í umtalsverðri hættu en þeim tókst að bjarga. Kjarrgróður virðist hafa sloppið að mestu en ung grenitré brunnu. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar