Kynningafundur um Krók

Kynningafundur um Krók

Kaupa Í körfu

Á myndinni má sjá Steinar J. Lúðvíksson rithöfund lesa úr óútgefinni ritgerð sinni um sögu Garða og Garðaholts á kynningarfundinum en við pontuna sitja Páll Hilmarsson og Sigurður Björnsson sem báðir eiga sæti í menningarmálanefnd Garðabæjar. KYNNINGARFUNDUR var haldinn í vikunni um býlið Krók á Garðaholti og umhverfi hans. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923 og var búið í honum allt til ársins 1985. Afkomendur síðustu íbúanna í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður sem nú hefur verið gert. Þykir bærinn gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar