Leikskólinn Mánabrekka

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikskólinn Mánabrekka

Kaupa Í körfu

"Hver er að trampa á brúnni minni?" æpti tröllið á geithafurinn þegar krakkarnir á Mánabrekku voru með samverustund í gær. ELLEFU umhverfis- og náttúruverndarsamtök veittu leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi viðurkenningu fyrir störf að verndun umhverfis og náttúruvernd á degi umhverfisins þann 26. apríl síðastliðinn. Segir í fréttatilkynningu frá Seltjarnarnesbæ að stefna leikskólans hafi frá upphafi verið umhverfis- og náttúruvernd. Leitast sé við að flétta stefnuna inn í allt starfið með börnunum, t.d. með endurvinnslu, flokkun á sorpi, heimajarðgerð, pappírsgerð, ræktun, náttúruupplifunum og beinni fræðslu inni og úti í vettvangsferðum o.fl. Þá lúti öll innkaup, endurnýting, þvottar, hreinsiefni, þrif og umgengni við hús og húsbúnað sömu lögmálum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar