FH - Fylkir 6:5

Sverrir Vilhelmsson

FH - Fylkir 6:5

Kaupa Í körfu

FH-ingar, með Daða Lárusson markvörð fremstan í flokki, fagna sigri sínum í deildabikarnum í gærkvöld. Daði varði tvær vítaspyrnur frá Fylkismönnum í vítaspyrnukeppninni. FH er fimmta félagið til að vinna deildabikarinn í sjö ára sögu keppninnar. KR og ÍA hafa unnið tvisvar, Grindavík, ÍBV og FH einu sinni hvert. FH lék til úrslita annað árið í röð en í fyrra tapaði liðið fyrir KR í vítaspyrnukeppni. Leikurinn var afar fjörugur frá fyrstu mínútu og lofar góðu fyrir sumarið en um 1.200 manns fylgdust með honum í hinu nýja og glæsilega knattspyrnuhúsi í Grafarvoginum. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en seinni hluta leiksins voru Fylkismenn betri og sóttu mjög stíft á köflum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar