Halldór Ásgrímsson

Jim Smart

Halldór Ásgrímsson

Kaupa Í körfu

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á ársfundi Útflutningsráðs mikilvægt að unnið væri áfram skipulega að athugun á kostum og göllum aðildar að ESB. ALÞJÓÐAVÆÐINGIN er mikið hagsmunamál Íslendinga sem eru mjög háðir útflutningsverslun og greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum. Þetta kom fram í ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, á ársfundi Útflutningsráðs Íslands í gær. Hann sagði að með afnámi hafta hafi hin litlu og meðalstóru fyrirtæki sótt inn á stærri markaði til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Vaxandi fjölbreytni íslensks atvinnulífs eigi rætur að rekja til þessarar þróunar. Á þann hátt hefur alþjóðavæðingin tvímælalaust skilað Íslendingum meiri ávinningi en mörgum öðrum stærri þjóðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar