Þórunn Júlíusdóttir

Þórunn Júlíusdóttir

Kaupa Í körfu

Á NÁMSKEIÐINU var m.a. skoðað hversu mikilvægt er fyrir starfsfólk að gera sér grein fyrir sínum eigin gildum og viðhorfum til þess að geta sett sig í spor fólks frá öðrum menningarsamfélögum. Við gerðum okkur betur grein fyrir því en áður að við værum sjálf mótuð af okkar eigin umhverfi og þyrftum að gera okkur sérstakt far um að vera opin fyrir viðhorfum fólks. Enda þótt brýnt sé að veita aukna fræðslu um önnur samfélög held ég að samskiptahæfnin sé enn mikilvægari. Við verðum einnig að vara okkur á því að vera með alhæfingar um hefðir í ákveðnum samfélögum eða trúarbrögðum. Við veitum ákveðna þjónustu í ung- og smábarnaverndinni og mikilvægt er að öllum sé sýnd virðing og umburðarlyndi," segir Þórunn Júlíusdóttir, hjúkrunarfræðingur og mannfræðingur í ung- og smábarnavernd hjá Miðstöð heilsuverndar barna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar