Lára Björk Einarsdóttir tannlæknanemi

Lára Björk Einarsdóttir tannlæknanemi

Kaupa Í körfu

LÁRA Björk Einarsdóttir svarar lágt í símann: "Halló," hvíslar hún og umhverfis hana er undarleg þögn. Í ljós kemur að hún er í próflestri og ekki vel séð að fólk svari í símann á lesstofum. Blaðamaður fær því að hringja síðar. Tannlæknanemar eru sem sagt í prófum þessa dagana eins og aðrir háskólanemar, Lára Björk er formaður félags þeirra og jafnframt nemi á fimmta ári. "Félagsmenn eru reyndar ekki margir, við erum um þrjátíu, en mjög samheldinn hópur. Tannlæknanemar kjósa stjórnina en aðild að félaginu eiga líka tannsmíðanemar og nemar á námsbraut aðstoðarfólks tannlækna sem taka hluta náms síns undir sama þaki og við. Við erum ein stór fjölskylda hérna í Tanngarði." Tanngarður er hús tannlæknadeildar Háskóla Íslands og þar er starfrækt tannlæknastofa með öllu tilheyrandi sem tekur á móti sjúklingum. "Síðustu þrjú árin byggjast nær eingöngu á verklegum hluta, við erum með sjúklinga í stólnum allan daginn frá átta til fimm og mæting er skylda. Það þýðir því ekki að sleppa úr degi eða sofa frameftir og ætla sér svo bara að lesa upp eða fá lánaðar glósur. Hjá okkur eiga sjúklingar pantaða ákveðna tíma og maður verður að gjöra svo vel að mæta. Kennararnir fylgjast líka grannt með því og veita stíft aðhald," segir Lára Björk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar