Lögregla

Sverrir Vilhelmsson

Lögregla

Kaupa Í körfu

mbl.is Gagnasafn Grein Sunnudaginn 19. maí, 2002 - Innlendar fréttir Hjólandi laganna verðir HJÓLREIÐAMÖNNUM fjölgar í borginni jafnharðan og sól tekur að hækka á lofti. Flestir stunda hjólreiðar sér til gamans en sumir kjósa að nýta sér kosti reiðhjólsins í vinnu sinni. Morgunblaðið/Sverrir HJÓLREIÐAMÖNNUM fjölgar í borginni jafnharðan og sól tekur að hækka á lofti. Flestir stunda hjólreiðar sér til gamans en sumir kjósa að nýta sér kosti reiðhjólsins í vinnu sinni. Lögregluþjónarnir Dagný Steinunn Hjörvarsdóttir og Björn Heiðar Þórðarson eru í þeim hópi. Þau segja þetta annað sumarið í röð sem lögreglan í Reykjavík tekur reiðhjól í sína þjónustu við hefðbundið eftirlit í bænum. Þau segja að með þessu sé verið að gera lögregluna sýnilegri meðal borgarbúa og mælist það vel fyrir. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins rákust á Dagnýju og Björn Heiðar í Hlíðahverfinu síðdegis á föstudag, þar sem þau voru að koma úr eftirlitsferð um Öskjuhlíð, höfðu þau komið stúlku á vélarvana bíl til aðstoðar. Þau segjast hjóla um miðbæinn og nærliggjandi hverfi og að sjálfsögðu eru þau með reiðhjólahjálma á höfði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar