Listaháskóli Íslands - Útskriftarsýning

Sverrir Vilhelmsson

Listaháskóli Íslands - Útskriftarsýning

Kaupa Í körfu

Síðasta sýningarhelgi útskriftarnema í Listaháskóla Íslands Útskrifuð í list Á DÖGUNUM opnuðu útskriftarnemar Listaháskóla Íslands dyrnar fyrir landsmönnum og leyfðu þeim að virða fyrir sér listaverk sem nemendurnir hönnuðu og sköpuðu sjálfir í tilefni útskriftar sinnar./Einn þeirra fjölmörgu listamanna, sem eiga verk á sýningunni, er Rósa Helgadóttir, sem útskrifuð er af textíldeild en dóttir hennar, Rebekka, útskrifast einmitt með henni nú í ár af fjöltæknideild. "Ég hanna töskur, annarsvegar persónulegar sparitöskur og hins vegar svona fjöldaframleiddar gúmmítöskur. Engar af persónulegu sparitöskunum eru eins að innanverðu en þær eru blúnduþrykktar á ullarefni. Ég hef einnig verið að vinna svolítið með þrívídd," segir Rósa um útskriftarverkefni sitt. MYNDATEXTI: Rósa Helgadóttir fyrir framan verk sín. Rósa

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar