ALCOA álver - Friðrik Sophusson og John Pizzey

ALCOA álver - Friðrik Sophusson og John Pizzey

Kaupa Í körfu

Aðstoðarforstjóri Alcoa um þá viðræðuáætlun um byggingu álvers í Reyðarfirði sem gildir til 18. júlí í sumar "Teljum að það verði af verkefninu" Samkvæmt viðbótarsamkomulagi við Alcoa stefnir fyrirtækið að því að reisa á eigin reikning 320 þúsund tonna álver í Reyðarfirði í einum áfanga, sem talið er að kosti um 100 milljarða króna. Talsmenn Alcoa eru mjög jákvæðir í garð verkefnisins. MYNDATEXTI: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og John Pizzey, aðstoðarforstjóri Alcoa, ræðast við fyrir blaðamannafundinn. Fulltrúar Alcoa og fjárfestingarstofnunnar-orkusviðs hafa skrifað undir samkomulag um áframhald viðræðnna um möguleika á byggingu álvers í Reyðarfirði. Samkvæmt viðbótarsamkomulaginu er einnig til skoðunar að reisa 320 þúsund tonna álver í einum áfanga sem yrði að fullu í eigu Alcoa. Orka kæmi frá virkjun við Kárahnjúka og veitu í Fljótsdal. Virkjunarframkvæmdir og rekstur orkumannvirkja verði í höndum Landsvirkjunar. Fram kemur í tilkynningu um viðræðurnar, að Alcoa muni áfram fara yfir matskýrslur og úrskurði vegna umhverfisáhrifa álvers og orkumannvirkja til að tryggja að verkefnið standist umhverfisstefnu fyrirtækisins. Þá segir að mikil vinna hafi átt sér stað undanfarnar vikur og ekkert komið fram sem gefi tilefni til að ætla að samningar geti ekki tekist um byggingu álvers. Viðræðuáætlunin var upphaflega undirrituð 19. apríl sl. og samkvæmt þeirri viðbót sem skrifað var undir í dag sé gert ráð fyrir að áætlunin gildi til 18. júlí nk. Þá muni aðilar taka ávörðun um hvort haldið verði áfram með verkefnið og undirritið verði formleg yfirlýsing um samningaviðræður. Verði niðurstaðan jákvæð muni Landsvirkjun ráðast í undirbúningsframkvæmdir í sumar ef samkomulag um hlutdeild kostnaðar næst við Alcoa. Alcoa er stærsta álfyrirtæki heims og alls vinna um 129 þúsund manns hjá fyrirtækinu í 38 löndum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar