Björn Bjarnason mætir á kjörstað

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Björn Bjarnason mætir á kjörstað

Kaupa Í körfu

Kosningar til sveitar- og bæjarstjórna fóru fram um allt land í gær. Kjörfundir í stærstu sveitarfélögum hófust kl. níu. Þátttaka í kosningunum um hádegi í gær var heldur meiri í Reykjavík en í borgarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Hún var hins vegar mjög svipuð í nokkrum stærri sveitarfélögum utan Reykjavíkur en í kosningunum 1998. Forystumenn R-listans og D-listans í Reykjavík tóku daginn snemma í gær og voru búnir að kjósa fyrir hádegi. Björn Bjarnason, efsti maður á D-lista, greiddi atkvæði á Kjarvalsstöðum um kl. 9.30 og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem skipaði áttunda sæti R-listans, greiddi akvæði í Hagaskóla um klukkutíma síðar. Myndatexti: Björn Bjarnason, efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Rut Ingólfsdóttir, eiginkona hans, greiddu atkvæði á Kjarvalsstöðum í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar