Natófundur í Reykjavík

Natófundur í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Utanríkisráðuneytið útvegaði bifreiðir fyrir utanríkisráðherra og sendinefndir þátttökuríkja á vorfundi NATO í Reykjavík 14. og 15. maí sl. FORSVARSMENN nokkurra bifreiðaumboða gagnrýna hvernig ríkið stóð að útvegun bifreiða sem notaðar voru við akstur utanríkisráðherranna 45 sem sóttu vorfund Atlantshafsbandalagsins í síðasta mánuði og telja að útboð hefði átt að fara fram. Utanríkisráðuneytið samdi við Bifreiðar og landbúnaðarvélar (B&L), umboðsaðila BMW hérlendis, sem lagði til 45 bíla af BMW-gerð, er notaðir voru við akstur utanríkisráðherranna á fundinum. Flutti umboðið 30 bíla til landsins vegna þessa. Samgönguráðuneytið veitti B&L starfsleyfi til reksturs bílaleigu til bráðabirgða, með mjög stuttum fyrirvara, vegna umræddra bifreiða og hefur sú leyfisveiting einnig verið gagnrýnd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar