Íþróttartreyjur

Íþróttartreyjur

Kaupa Í körfu

ÁRVÖKULIR áhorfendur knattspyrnu hafa eflaust tekið eftir þeim sið knattspyrnumanna að skiptast á treyjum við andstæðinga sína að leik loknum. Eins og að líkum lætur hafa leikmenn því sankað að sér fjöldanum öllum af treyjum í gegnum tíðina. Fyrir utan persónulegt gildi sem treyjurnar kunna að hafa fyrir eigendurna hafa þær nú öðlast nýjan tilgang því í dag stendur til að bjóða nokkrar þeirra upp í Vetrargarðinum í Smáralindinni. Íslenskir knattspyrnumenn hafa ákveðið að taka höndum saman og róta í fataskápunum sínum til styrktar verðugu málefni. Allur ágóði þeirra níu treyja sem upp verða boðnar í dag rennur óskiptur til Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra Myndatexti: Adolf Ólafsson með Stuttgarttreyju Ásgeirs Sigurvinssonar og ef vel er að gáð má sjá skófarið neðarlega á treyjunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar