Dalvík

RAX/ Ragnar Axelsson

Dalvík

Kaupa Í körfu

Krakkarnir á Dalvík skemmtu sér konunglega þegar þeim var boðið á kynningu á nýjum fjögurra holna æfingavelli sem Golfklúbburinn Hamar útbjó nýlega. Æfingavöllurinn er í Kirkjubrekkunni, ofan heilsugæslustöðvarinnar. Þar verður boðið upp á golfnámskeið fyrir yngri kynslóðina þrjá daga í viku í sumar. Aðalvöllur golfklúbbsins er Arnarholtsvöllur í Svarfaðadal þar sem eru níu holur. Vonast er til að æfingavöllurinn hleypi nýju lífi í unglingastarf golfklúbbsins. Einnig er ætlunin að útbúa púttvöll við æfingavöllinn þar sem ungir og aldnir geta spreytt sig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar