ÍA - ÍBV 4 : 1

Jim Smart

ÍA - ÍBV 4 : 1

Kaupa Í körfu

Skagamenn sýndu loks styrk sinn ÞAÐ áttu flestir von á því að spennuþrungið andrúmsloft yrði ríkjandi í viðureign ÍA og ÍBV í gær á Akranesi en bæði liðin hafa verið við botn deildarinnar það sem af er leiktíðinni. Margir áttu von á að gestirnir frá Vestmannaeyjum sýndu styrk sinn eftir 3:0 sigur gegn KR á dögunum og að sama skapi að Íslandsmeistaraliðið væri enn vængbrotið eftir 3:2 tap gegn Fram í síðustu umferð. Í stuttu máli sagt höfðu heimamenn frumkvæðið frá upphafi til enda og sigruðu mjög sannfærandi, 4:1, gegn afar andlausu liði ÍBV. MYNDATEXTI. Eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson á hér í höggi við Gunnlaug Jónsson og Pálma Haraldsson á Akranesvelli í gærkvöld en Tómas og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði og töpuðu, 4:1.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar