Skarð á Skarðsströnd - Messuklæði

Rax /Ragnar Axelsson

Skarð á Skarðsströnd - Messuklæði

Kaupa Í körfu

texti úr grein 20020714: Skyggnst um á Skarði Skarð á Skarðsströnd er höfuðból frá fornu fari. Sagan er þar áþreifanlega nálæg eins og Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson fengu að kynnast í stuttri heimsókn. Altarisbríkin, eða útskorna altaristaflan, er sögð vera gjöf frá Ólöfu ríku til minningar um bónda hennar, Björn hirðstjóra. Í læstum skáp eru geymd forn messuklæði, gullbryddaðir höklar og hempur. "Þeir fengu þetta á Þjóðminjasafnið þar sem það var hreinsað. En þeir ætluðu varla að fást til að skila því," segir Jón og tekur niður einn hökulinn. Hann kvartar yfir því hvað þetta séu þung klæði og eins gott að prestarnir séu vel að manni til að axla þessi ósköp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar