Eldur í Húsaskóla

Eldur í Húsaskóla

Kaupa Í körfu

Kveikt í Húsaskóla mbl.is/Kristinn Slökkviliðsmenn að störfum í Húsaskóla. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað að Húsaskóla í Reykjavík skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en þar hafði verið kveikt í rusli utandyra. Er slökkvilið kom á staðinn hafði eldurinn borist í húsið þannig að slökkviliðsmenn þurftu að rífa upp klæðningu á vegg til að komast að honum. Þá hafði mikill reykur borist inn í húsið og tók það slökkviliðsmenn töluverðan tíma að reykræsta það. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra slökkviliðsins mátti ekki miklu muna að mikil hætta skapaðist og að stórtjón yrði. Atvikið mun ekki trufla skólahald í dag en samræmd próf verða í tíunda bekk í skólanum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar