Mosskóga

Jim Smart

Mosskóga

Kaupa Í körfu

Útimarkaður á franska vísu með lífrænt ræktað grænmeti, silung og aðrar kræsingar Lífrænt ljúfmeti beint frá bóndanum UNDANFARIN fjögur ár hefur markaður með lífrænt ræktað grænmeti verið starfræktur á laugardögum í júlí og ágúst við gróðrarstöðina Mosskóga í Mosfellsdal. Markaðurinn lætur ekki mikið yfir sér þar sem hann stendur skammt frá Mosfellskirkju og hæglega er hægt að fara á mis við hann viti menn á annað borð ekki af honum. Á markaðnum er boðið upp á ýmsar tegundir grænmetis en einnig murtu og spriklandi ferska bleikju úr Þingvallavatni, rósir, beint frá bóndanum, ólífuolíur og sinnep frá Frakklandi, pasta frá Ítalíu og sitthvað annað góðgæti sem berst inn á markaðinn hverju sinni. MYNDATEXTI. Diddú með sýnishorn af pestóinu sem hún selur eftir eigin uppskrift. Hráefnið, þ.á m. basilika, ræktar hún sjálf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar