Hvalaskoðun á Faxaflóa

Jim Smart

Hvalaskoðun á Faxaflóa

Kaupa Í körfu

Stærstu spendýr sjávar má finna í Faxaflóa sem og annars staðar í kringum landið Hvalaskoðunarferðir hafa lengi notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna sem hingað koma og stöðugt fleiri aðilar bjóða upp á slíkar ferðir frá nýjum stöðum hringinn í kringum landið. Hægt er að fara í hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og þegar gengið er niður á Ægisgarð má sjá auglýsingaskilti á ensku og íslensku frá nokkrum aðilum þar sem boðið er upp á ferðir af því tagi. Skipið sem við tökum okkur far með heitir Hafsúlan og er tvíbytna og rúmar 150 farþega. Myndatexti: Hrefna skýtur sér upp á yfirborð sjávar. Töluvert var um hrefnu innarlega í Faxaflóanum og einnig höfrunga sem syntu meðfram bátnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar