Dr. James T. Carlton,

Dr. James T. Carlton,

Kaupa Í körfu

Dr. James T. Carlton, prófessor í sjávarlíffræði, segir það áhyggjuefni hversu mikið það hafi færst í aukana að nýjar tegundir lífvera geri vart við sig á svæðum þar sem þær voru áður óþekktar. TÆPLEGA 200 fræðimenn víðsvegar að úr heiminum eru staddir hér á landi í tengslum við 37. evrópsku sjávarlíffræðistefnuna en henni lýkur síðdegis í dag. Ráðstefnan er árleg en þar er fjallað um allt frá örverum í hafinu til stórhvela. Að þessu sinni er lögð áhersla á dreifingu og flutning lífvera á milli strandsvæða í heiminum, að sögn Jörundar Svavarssonar, prófessors á Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Segir hann að maðurinn hafi haft gríðarleg áhrif á tegundasamsetningu á ýmsum hafsvæðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar