Halldóra Arnardóttir Arkitekt

Halldóra Arnardóttir Arkitekt

Kaupa Í körfu

Tengslin við náttúruna HALLDÓRA Arnardóttir nam listfræði við Lundúnaháskóla og lauk þaðan doktorsprófi með arkitektúr sem sérgrein. Hún er búsett á Spáni og hefur að undanförnu skrifað greinar um arkitektúr sem birst hafa í fagritum og Morgunblaðinu. Í skrifum sínum segist Halldóra leitast við að fjalla um byggingarlist á almennan hátt, jafnframt því sem hún hefur horft til sambúðar manns og náttúru, hins manngerða og hins "ósnortna", í nálgun sinni við íslenska byggingarlist. "Ég hef m.a. skrifað stuttar greinar í fasteignablað Morgunblaðsins þar sem fjallað er um sögu einstakra húsa. Þar horfi ég ekki eingöngu á sögu og tæknilega þætti heldur reyni að líta á arkitektúr sem hefur eitthvað að segja, bæði hugmyndalega og um samband þess sem hannar húsið og þess sem býr í því." MYNDATEXTI. Halldóra Arnardóttir listfræðingur vinnur að gerð sjónvarpsþátta um íslenskan arkitektúr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar