veðrið

Kristján Kristjánsson

veðrið

Kaupa Í körfu

Kalt og blautt veður ÞAÐ er varla hægt að tala um að veðrið hafi leikið við Akureyringa eða aðra Norðlendinga í sumar og eru margir orðnir frekar þreyttir á ástandinu. Í gær var enn kalt í veðri, auk þess sem mikið hefur rignt síðustu sólarhringa. Um miðjan dag í gær var aðeins 8 stiga hiti á Akureyri og gola. Í dag er áfram spáð norðlægum áttum, rigningu eða súld um landið norðan- og austanvert. Á morgun er gert ráð fyrir breytilegri átt og björtu veðri víða um land, en þykknar upp og fer að rigna allra austast á mánudag. Þessir ungu menn, sem voru við leik á lóð leikskólans Hlíðarbóls, létu veðrið ekki hafa áhrif á sig enda klæddir í samræmi við tíðarfarið. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar