Verðlaunaafhending fyrir fallegar og vel hirtar lóðir

Brynjar Gauti

Verðlaunaafhending fyrir fallegar og vel hirtar lóðir

Kaupa Í körfu

Verðlaun veitt fyrir fallegar og vel hirtar lóðir VEITT voru verðlaun fyrir fallegar og vel hirtar lóðir í Mosfellsbæ í tilefni af 15 ára afmæli bæjarins á föstudag. Verðlaunaafhendingin fór fram á bæjarskrifstofunum að viðstöddum Ragnheiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra og Klöru Sigurðardóttur, formanni umhverfisnefndar, ásamt verðlaunahöfum og fleirum. Viðurkenningar hlutu eigendur lóðanna Hjarðarland 5, Bergholt 7 og Bergholt 9. Viðurkenningu sem "gata ársins" hlaut Skeljatangi sem þykir vel hönnuð og barnvæn gata. Einnig fengu eigendur Röðuls í Mosfellsdal, Þuríður Dóra Hjaltadóttir og Skúli Skarphéðinsson, viðurkenningu fyrir "einstök ræktunarstörf og snyrtimennsku". MYNDATEXTI. Frá vinstri: Bjarni Óskarsson, Hrafnhildur Ingimarsdóttir og sonur þeirra, Óskar Björn Bjarnason, sem fengu viðurkenningu fyrir lóðina í Hjarðarlandi 5, Annelise Kaasgaard, sem veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd íbúa við Skeljatanga en hann var valinn fallegasta gatan, Guðlaug Ólafsdóttir og Hilmar Þórisson, eigendur að Bergholti 7, og Ólöf Halldórsdóttir og Haraldur Sigurðsson, eigendur að Bergholti 9. Klara Sigurðardóttir, formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar, afhenti verðlaunin. ( Verðlaunaafhending fyrir fallegar og vel hirtar lóðir í Mosfellsbæ.frá v/ Bjarni Óskarsson,Hrafnhildur Ingimarsdóttir og sonur þeirra Óskar Björn Bjarnason fyrir Hjarðarland 5. Fallegasta gatan Skeljatangi og fyrir hönd íbúa veitti Annelise Kaasgaard verðlaununum viðtöku. Guðlaug Ólafsdóttir og Hilmar Þórisson eigendur að Bergholti 7. og Ólöf Halldórsdóttir og Haraldur Sigurðsson eigendur að Bergholti 9. Klara Sigurðardóttir formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar afhenti verðlaunin. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar