Sóley ÍS 651 landar í Grindavík

Þorkell Þorkelsson

Sóley ÍS 651 landar í Grindavík

Kaupa Í körfu

SMÁBÁTURINN Sóley ÍS 651 hefur landað í Grindavíkurhöfn í mest allt sumar, en báturinn á þó heimahöfn á Suðureyri. Sóley hefur líka landað afla í Ólafsvíkurhöfn og í Sandgerði, en margir smábátar leggja það í vana sinn að flakka um fiskimiðin og landa þar sem hagstæðast er hverju sinni. Grindavík er ein stærsta verstöð á Íslandi og hefur lengi verið í hópi þeirra hafna þar sem einna mestur afli kemur að landi.Sjómenn á smábátum kunna vel að meta þá þjónustu sem Grindavíkurhöfn veitir og það sama á eflaust við um þann sem er við stjórnvölinn á Sóley ÍS 651. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar