Ólafur Kvaran

Þorkell Þorkelsson

Ólafur Kvaran

Kaupa Í körfu

Opinn fundur Listahátíðar í Reykjavík sem haldinn var í Hafnarhúsinu á föstudag var skipulagður í því skyni að skapa markvissar umræður um tvö brýn málefni fyrir menningarlíf í landinu. Var þar annars vegar efnt til umræðna um heppilega útfærslu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samræðu við Joan Matabosch, óperustjóra í Barcelona, en þeim hluta fundarins verða gerð skil í viðtali er Morgunblaðið tók við Matabosch. Á síðari hluta fundarins var rætt í fyrsta sinn opinberlega og í víðum hópi fag- og listafólks um möguleikann á stofnun myndlistartvíærings á Íslandi, þ.e. að efnt yrði á tveggja ára fresti til stórsýningar í myndlist, líklega í Reykjavík, þar sem þekktum alþjóðlegum og íslenskum listamönnum yrði boðið að halda hér sýningar undir stjórn reynds sýningarstjóra. Myndatexti: Ólafur Kvaran var meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar