Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Jim Smart

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Kaupa Í körfu

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja fram tillögu um lækkun fasteignaskatts á aldraða og öryrkja á fundi borgarstjórnar í dag sem kemur þá saman í fyrsta sinn að loknum sumarleyfum. Með því að hækka tekjuviðmiðunina um 50% er talið að þessi tillaga þýði um 230-250 milljóna króna lækkun gjalda hjá þessum hópi á næsta ári og kemur hún fram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Myndatexti : Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu áherslumál sín í gær vegna fyrsta fundar borgarstjórnar í dag að loknum sumarleyfum. Frá hægri eru það Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar