Jón Sigurðsson áli vafinn á Austurvelli í morgun.

Jón Sigurðsson áli vafinn á Austurvelli í morgun.

Kaupa Í körfu

Með þessu erum við að myndgera það sem er í gangi að Kárahnjúkum og mótmæla að þar skuli hafnar framkvæmdir, án þess að þjóðin sé spurð álits, svo hægt sé að reisa álver á Reyðarfirði," sagði Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona en hún og nokkrir einstaklingar pökkuðu styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli inn í ál í morgun. Að þessu standa engin samtök, heldur nokkrir einstaklingar. Það sýður á okkur sem mörgum öðrum yfir því sem er að gerast að Kárahnjúkum. Það er valið að hefja þar framkvæmdir þegar fólk er ýmist í fríi og skólarnir að byrja svo menn eiga ekki heimangengt til að mótmæla þar. Þar er hafist handa að þjóðinni óforspurðri, þetta er tilræði við lýðræðið. Jón Sigurðsson er ákaflega sterkt lýuðræðissymból og því erum við að myndgera það sem er að eiga sér stað. Við vonum að sú mynd af honum í áli geti sameinað fólk, því það sýður á mörgum. En nú eru komnir hingað appelsínugulir kallar og þeir eru að taka utan af skónum og færa sig svo ofar eftir honum. Ég vonaðist til að þetta fengi að standa lengur, það er kominn rúmur hálftími en við erum búin að taka myndir af þessu öllu, þær duga," sagði Erla í samtali við fréttavef Morgunblaðsins af Austurvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar