HK og Selfoss 7:2

Jim Smart

HK og Selfoss 7:2

Kaupa Í körfu

HK úr Kópavogi sigraði í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar og fékk bikarinn afhentan eftir lokaleik sinn á föstudagskvöldið. HK sigraði þá Selfoss, 7:2, í Fagralundi. Leikmenn HK, með Gunnleif Gunnleifsson markvörð í aðalhlutverki, fögnuðu árangri sumarsins af mikilli innlifun og sungu sigursönginn sinn, um hana Rabarbara-Rúnu, áður en Eggert Magnússon, formaður KSÍ, færði þeim sigurlaunin. HK vann sér sæti í 1. deild á næsta ári ásamt Njarðvík og koma liðin tvö, sem bæði léku í 3. deild í fyrra, í staðinn fyrir ÍR og Sindra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar