Stöng í Þjórsárdal

Rax /Ragnar Axelsson

Stöng í Þjórsárdal

Kaupa Í körfu

Endurbætur á þjóðveldisbænum UMFANGSMIKLAR viðgerðir standa nú yfir á þjóðveldisbænum í Þjórsárdal. Þar eru að verki hleðslumenn frá Torf- og grjóthleðslunni ehf. á Hellu með Víglund Kristjánsson í broddi fylkingar. Viðgerð á bænum var orðin mjög aðkallandi vegna mikils þakleka og var kominn fúi í hrís og torf og því ekki hjá því komist að þekja bæinn upp á nýtt. Vonast er til að viðgerðunum ljúki fyrir næsta vor. Á myndinni eru þeir Vikar Þórisson, Bergur Björnsson og Víglundur við vinnu sína og gerir norðvestanrokið þeim síst auðveldara fyrir. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar