Unglingar þinga

Sverrir Vilhelmsson

Unglingar þinga

Kaupa Í körfu

Unglingar þinguðu í Gerðubergi í gær. F.v.: Grétar Karl Arason, Einar Aðalsteinsson, Kolbrún Tara Friðriksdóttir, Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Lára Hafliðadóttir. "MJÖG oft er fjallað um unglinga á neikvæðan hátt," segir Kolbrún Tara Friðriksdóttir og félagar hennar úr efri bekkjum grunnskóla Reykjavíkur taka undir með henni, þ.e. þau Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Einar Aðalsteinsson og Grétar Karl Arason. Þau tóku í gær öll þátt í verkefni sem ber heitið Unglingar þinga ásamt um þrjátíu öðrum unglingum úr grunnskólum Reykjavíkur. Þátttakendurnir hittust í Gerðubergi í gærmorgun, en þar hlýddu þeir á fyrirlestra, um m.a. auglýsingar og fleira, tóku þátt í hópvinnu og enduðu daginn á pallborðsumræðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar