Íslandsbanki-KEA

Kristján Kristjánsson

Íslandsbanki-KEA

Kaupa Í körfu

Samningur Íslandsbanka og KEA undirritaður, f.v. Jón Þórirsson, Ingi Björnsson, Benedikt Sigurðarson og Halldór Jóhannsson. ÍSLANDSBANKI tekur við rekstri innlánsdeildar Kaupfélags Eyfirðinga í næstu viku, eða 20. september. Samkomulag þessa efnis var undirritað í gær milli KEA, Kaldbaks og Íslandsbanka. Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, sagði að viðskiptavinum innlánadeildar KEA yrði boðið að koma og nýta sér þjónustu bankans, en þeir hafa frest til að gera upp hug sinn til 1. febrúar næstkomandi. Alls eru um 1.110 viðskiptavinir hjá innlánsdeild KEA nú og nemur innstæða þeirra um 470 milljónum króna. "Ég vona að sem flestir eigendur sparifjár í innlánsdeildinni muni þiggja okkar boð," sagði Ingi. Í samkomulaginu kemur fram að Íslandsbanki muni bjóða eigendum innlánanna sambærileg kjör og þeir hafa notið hjá KEA

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar