Gerðarsafn myndlistarmenn

Þorkell Þorkelsson

Gerðarsafn myndlistarmenn

Kaupa Í körfu

Myndlistarmennirnir í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni: Pétur Már Pétursson, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Jónas Bragi Jónasson. ÞRJÁR einkasýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni í dag, laugardag, kl. 15. Þar gefur að líta olíu- og akrílmálverk og myndverk og skúlptúrar úr gleri. Í Austursal opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson listmálari sýninguna Lög/Layers. Þar sýnir hann á þriðja tug olíumálverka sem unnin eru á síðustu fjórum árum. Sigtryggur kannar í verkum sínum mörkin milli hlutbundinnar og óhlutbundinnar málaralistar. Listamaðurinn sækir efnivið í náttúruna, athugar og einangrar lífræna hrynjandi hennar og reynir á þanþol náttúrulegs litrófs. Þá eru beinar og óbeinar tilvitnanir í listasöguna, einkum í abstraktlist síðustu aldar, ríkur þáttur í mörgum verka Sigtryggs. Í tengslum við sýninguna kemur út bæklingur þar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar grein um listsköpun Sigtryggs. Í Vestursal opnar Pétur Már Pétursson sýningu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar