Carnival Legend

Carnival Legend

Kaupa Í körfu

CARNIVAL Legend, nýjasta skemmtiferðaskipið í flota Carnival-skipafélagsins í Bandaríkjunum, lagðist að bryggju í Sundahöfn í gærmorgun. Er það eitt af stærstu skipum sem heimsótt hafa Ísland. Um borð er að finna leikhússal, sem tekur 1.100 manns í sæti, spilavíti, líkamsræktarstöð, þrjár sundlaugar, kapellu, bókasafn og tölvustofu auk fjölda veitingahúsa, skemmtistaða og verslana en alls eru 12 þilför í skipinu. Eimskip færði skip sín til að gera Carnival Legend kleift að leggjast að bryggju í höfninni en skipið er 292 metrar að lengd og tæplega 86 þúsund brúttótonn að þyngd. Er þar rúm fyrir 2.600 farþega auk tæplega 1.000 manna áhafnar. (Carnival Legend er 292 metrar að lengd og 85.920 brúttótonn. Til samanburðar eru Goðafoss og Dettifoss, stærstu skip Eimskips, 165 metrar að lengd og 14.664 brúttótonn. Í skemmtiferðaskipinu verða u.þ.b. 2.000 farþegar og 1.000 manna áhöfn. Carnival Legend er nýtt skip og kemur til Íslands jómfrúarferð sinni. Skipið er í eigu bandaríska fyrirtækisins Carnival Cruise Lines)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar