Jóhannes Karl Guðjónsson

Brynjar Gauti

Jóhannes Karl Guðjónsson

Kaupa Í körfu

JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir líklegt að hann yfirgefi herbúðir spænska 1. deildarliðsins Real Betis þegar leikmanna-markaðurinn verður opnaður á nýjan leik í janúar. Real Betis keypti Jóhannes frá hollenska liðinu Waalwijk í fyrra fyrir 350 milljónir króna. "Ég hef verið í hópnum í síðustu fjórum leikjum, en hef ekki fengið að koma inná í eina einustu mínútu. Það eru komnir upp á borðið möguleikar á að fara til Englands eða Þýskalands. Ég tel miklar líkur á að ég verði kominn til annars félags í janúar," sagði Jóhannes. Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, sem leikur með skoska úrvalsdeildarliðinu Dundee United, er líka ósáttur við stöðu sína hjá félaginu. Hyggst hann einnig skipta um félag þegar leikmanna-markaðurinn opnast að nýju. Arnar, sem gekk til liðs við Dundee United í sumar, lék áður með Stoke. Hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum Dundee á leiktíðinni. Arnar segist enga framtíð eiga hjá félaginu. ÍSLAND ANDORRA)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar