Dagmömmur

Kristján Kristjánsson

Dagmömmur

Kaupa Í körfu

Þær voru nokkuð sportlegar dagmömmurnar Kolbrún Ævarsdóttir og Guðný Stefánsdóttir, þar sem þær gengu eftir Skógarlundinum á Akureyri, með heilan hóp af ungabörnum. Alls voru börnin 9 í kerrunum tveimur og var hópurinn á leið á einn af leikvöllum bæjarins, þar sem til stóð að bregða á leik í veðurblíðunni. Börnin undu hag sínum vel og eitt þeirra hafði fengið sér lúr og lagt höfuðið að öxl sessunautar síns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar