Kartöflur teknar upp

Kristján Kristjánsson

Kartöflur teknar upp

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er náttúrulega tómt rugl að vera að taka upp með höndunum. Alla vega er tímakaupið ekki hátt, miðað við verð á kartöflum," sagði Ómar Ingason, bóndi á Neðri Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, er ljósmyndari Morgunblaðsins kom við hjá honum í kartöflugarðinum. Hann var þar að taka upp ásamt fleira fólki. Ómar var þó ánægður með uppskeruna og þá var veðrið gott. Á myndinni eru f.v. Anna Benediktsdóttir, Júlíus Jónasson, Ingi Þór Ingimarsson og Sigurlaug Jónasdóttir. Fyrir aftan þau er Ómar bóndi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar