Manuel Rivas rithöfundur

Manuel Rivas rithöfundur

Kaupa Í körfu

Spænski rithöfundurinn Manuel Rivas. MANUEL Rivas fæddist í Galisíu á Spáni árið 1957. Hann hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og ljóð og er skáldskapur hans oft kenndur við töfraraunsæi. Rivas þykir með áhrifamestu höfundum galisískra bókmennta síðustu ár og hefur hann unnið og verið tilnefndur til fjölmargra bókmenntaverðlauna Spánar fyrir verk sín. Árið 1995 gaf Rivas út smásagnasafnið Que me queres, amor? (Elskarðu mig, ástin?) sem hefur að geyma smásögurnar sem kvikmyndin Tunga fiðrildanna er byggð á. Fyrir safnið hlaut Rivas bókmenntaverðlaun Spánar og hefur kvikmyndin hlotið mikið lof, en hún er ein þeirra mynda sem sýndar eru á spænskri kvikmyndahátíð um þessar mundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar