Skaftárhlaup

RAX/ Ragnar Axelsson

Skaftárhlaup

Kaupa Í körfu

Frúna, flugvél Ómars Ragnarssonar fréttamanns, ber hér við útfallið á Skaftárjökli. Þegar hlaupið var í hámarki runnu 650 rúmmetrar á sekúndu. SKAFTÁRHLAUP náði hámarki í fyrrinótt og náði rennslið þá um 650 rúmmetrum á sekúndum. Gert var ráð fyrir að hámarksrennsli yrði talsvert meira en ekki er vitað hvers vegna sú spá brást. Skjálftamælar námu gosóróa í Skaftárjökli síðdegis í gær og segir Páll Einarsson, prófessor hjá Jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, að gosið hafi í nokkrar mínútur í eystri katlinum, þaðan sem hlaupið kemur nú. Hann segir að komið hafi fram gosórói á skjálftamælum í Skaftárhlaupum síðustu ár og engin undantekning hafi orðið á í þetta sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar