Ýmsar myndir fyrir Fasteignablað - Skúlagata 4

Þorkell Þorkelsson

Ýmsar myndir fyrir Fasteignablað - Skúlagata 4

Kaupa Í körfu

Skúlagata 4 Í þessu húsi hefur verið tekið á þjóðarpúlsinum í ýmsum skilningi. Þetta er Skúlagata 4, hús Fiskifélags Íslands og þar var lengi til húsa Ríkisútvarpið, meðan það var eina útvarpsstöð landsmanna./Skúlagata 4 var reist árið 1961, arkitekt var Halldór H. Jónsson. Ríkissjóður Íslands var upphaflegur eigandi og húsið átti að vera þrjár hæðir og sérbyggt fyrir fiskirannsóknastofur Háskóla Íslands en áður en bygging hófst var húsið hækkað um þrjár hæðir og ákveðið að Ríkisútvarpið fengi þar inni. Hörður Bjarnason og Ragnar Emilsson teiknuðu innréttingar fyrir Ríkistúrvarpið en það flutti úr húsinu 1987. Nú er í húsinu Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og sjávarútvegsráðuneytið. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar