Blúsað í Ármúlaskóla

Sverrir Vilhelmsson

Blúsað í Ármúlaskóla

Kaupa Í körfu

Í hádeginu síðasta fimmtudag heyrðust tregafullir hljómar óma um sal Fjölbrautaskólans í Ármúla. Þar voru mættir tveir úr landsliði íslenskra blústónlistarmanna, þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari og Halldór Bragason, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vina Dóra. Tilefni komu þeirra var að nemendur í ensku 403 hafa verið að vinna verkefni um Suðurríki Bandaríkjanna eftir lestur bókarinnar To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Af því tilefni kom Halldór Bragason í heimsókn í tíma í síðustu viku og kenndi hópnum allt um tregasöngva Suðurríkjanna, um hljóðfærin og bakgrunn tónlistarinnar. Í kjölfarið fengu nemendur það verkefni að semja blústexta og var ákveðið að efna til samkeppni um besta blústextann. Myndatexti: Nemendur FÁ fylgdust af athygli með blúskennslu Dóra og Guðmundar Péturs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar